
Námskeið
Hér finnur þú allar upplýsingar um þá tíma og námskeið sem eru í boði hjá okkur hverju sinni.

Grunnnámskeið fyrir fullorðna
-
3 vikna námskeið kennt tvisvar í viku, samtals 6 skipti.
-
Grunntækni, klifurhugtök, styrkur, úthald, upphitun, teygjur, tækniæfingar og margt fleira.
-
Örkynning á línuklifri.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:30 - 21:00
Næstu námskeið hefjast
20.janúar - 5.febrúar
10.febrúar - 26.febrúar
Verð: 27.000 kr. Innifalið: mánaðarkort og leiguskór á æfingum
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að stunda grjótglímu eða eru nýlegir í íþróttinni og vilja fá góðan grunn í klifurtækni, byggja upp styrk og úthald, og læra tækni- og upphitunar æfingar. Markmiðið er að byggja góðan grunn og kenna tækniæfingar og hugtök sem iðkenndur geta tekið sem veganesti til að halda áfram að æfa og bæta sig að námskeiði loknu.
Leiguklifurskór eru innifaldir á æfingum, en utan þeirra þarf að leigja þá sér. Mánaðarkort fylgir námskeiðinu svo að iðkenndur geta mætt eins og þeir vilja utan æfinga. Kortið gildir frá fyrsta degi námskeiðs og áfram 1 viku eftir að námskeiði líkur.
Línuklifurnámskeið
Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja nota línuklifurvegginn okkar og í kjölfar námskeiðs stefna á að taka línuklifurpróf.
Næstu námskeið og skráning fyrir neðan
Ofanvað (e. toprope)
Tvö kvöld
Verð: 20.000 kr.
12.-13.janúar
Mánudag og Þriðjudag 17:00-19:00
29.-30.janúar
Fimmtudag og Föstudag 17:00-19:00
Leiðsluklifur (e.lead climb)
Þrjú kvöld
Verð 27.000 kr.
19.-20. & 22.janúar
Mánudag, Þriðjudag & Fimmtudag 17:00-19:00

-
18 ára aldurstakmark á bæði námskeið
-
Ofanvað hentar byrjendum
-
Leiðsluklifur hentar útiklifrurum og lengra komnum.
-
Kennsla miðast á að þátttakandi læri allt til þess að standast línuklifurpróf (ofanvaðs- og/eða leiðslupróf)
-
Innifalið í námskeiðgjaldi er eitt próf sem bóka þarf sér.
-
Allur búnaður er innifalinn, einnig leiguskór.
Frekari upplýsingar í vinnslu