
Hérna er að finna upplýsingar um:
- Kerfið sem við notum til þess að merkja klifurleiðirnar.
- Húsreglurnar okkar.
Leiðamerkingar
Merkingar leiða geta verið mismunandi eftir klifuraðstöðum. Við höfum kosið að nota einfalt leiðarkerfi sem gefur þér hugmynd um erfiðleikastig leiða. Leiðirnar eru merktar frá 1-9 þar sem leiðir í flokki 1 eru auðveldustu leiðirnar, svo hækkar erfiðleikastigið eftir því sem nr. hækka. Leiðir Nr. 9 eru þær erfiðustu í salnum. Það geta verið margar leiðir í hverjum númeraflokki.
Merkingar
_edited.jpg)



Hvernig finn ég klifurleið?
-
Öll gripin í einni klifurleið eru eins á litin.
-
Leið hefur byrjunar grip og endagrip sem eru merkt.
-
Erfiðleikastig leiðar er merkt með númerum frá 1 - 9.
-
Leiðir merktar level 1 eru léttustu leiðirnar í salnum, level 2 næst léttustu ... Leiðir merktar með 9 eru erfiðustu leiðirnar.
-
Það er auðvitað öllum frjálst að hundsa leiðirnar og klifra frjálst á veggnum
Byrjunargrip
-
Leið getur byrjað á einu gripi eða tveimur.
-
Byrjunargrip er merkt með tölu frá 1-9 (erfiðleikastigi leiðar).
-
Leið með eitt byrjunargrip er með eitt merki með tvær hendur á merkinu. Það þýðir að byrja skal með tvær hendur á sama gripinu.
-
Leið með tvö byrjunargrip hefur tvö merki með sama nr. og eina hendi á hvoru merki.
-
Til að finna byrjunargrip í leið með tvö grip er gott að horfa eftir merki með sömu tölu við sama lit af gripi.
Endagrip
-
Endagripið er merkt með sömu tölu og byrjunargripin (segir til um erfiðleikastig leiðar)
-
Merkin við endagripin eru mun stærri en byrjunarmerkin og auðséð.
-
Ef leitað er af leið í ákveðnu erfiðleikastigi (leveli) er gott að horfa eftir merkinu við endagrip, finna lit leiðar og finna svo byrjunarmerkingarnar útfrá því.
Húsreglur
Almennar reglur
-
Allir eru á eigin ábyrgð í 600 Klifur, verum ábyrg og skynsöm.
-
Berum virðingu fyrir fókinu og hlutunum í kringum okkur.
-
Við biðjum ykkur að skilja útiskó eftir í forstofunni.
-
Matur og drykkir eru aðeins leyfðir í kaffiteríunni, nema lokaðar vatnsflöskur.
-
Starfsfólk er á staðnum og tilbúið að hjálpa en bera ekki ábyrgð á öryggi gesta né vaktar það salina.
-
Höldum dýnum hreinum, ekki er leyfilegt að hafa kalkpoka uppi á dýnunum.
-
Æfum okkur að lenda á dýnu úr mismunandi hæð og af öryggi á meðan verið er að venjast þeim.
-
Allir þurfa að klifra í klifurskóm. Bannað að klifra á tánum.
-
Stranglega bannað að hlaupa um og hoppa á dýnunum.
-
Aldrei ganga undir þá sem eru að klifra því að þeir gætu dottið niður eða stokkið fyrirvaralaust og lent á ykkur.
-
Öryggismyndavélar eru á staðnum og á upptöku.
-
Starfsfólk hefur leyfi til að vísa fólki á dyr fyrir að brjóta reglur eða sýna af sér óæskilega hegðun.
Börn
-
Börn 12 ára og yngri skulu alltaf vera í fylgd með fullorðnum.
-
Börn eru á ábyrgð forráðamanns.
-
Aldurstakmark í Stóra sal er 13 ára. 8-12 ára börn með klifurreynslu geta skráð sig á stutt námskeið/mat og fengið klifurskírteini. Með klifurskírteini og í fylgd fullorðins einstaklings mega 8-12 ára klifra í stóra salnum.
-
Þeir sem hafa náð 13 ára aldri mega vera á eigin ábyrgð í Stóra salnum en verður vísað inn í Litla sal ef reglum er ekki framfylgt.
-
Minnum börnin á að krakkasvæðið er þeirra leiksvæði og hvetjum þau til að ganga vel um dótið.
-
Minnum börn á að fara ekki útaf krakkasvæðinu án þess að vera í fylgd fullorðins.
Líkamsrækt
-
Aldurstakmark í líkamsræktarsal er 13 ára.
-
Ef að yoga salurinn er laus er velkomið að nota hann fyrir teygjur og hverskyns hreyfiþjálfun.
-
Skilum alltaf lóðum og búnaði aftur á réttan stað eftir notkun.
-
Þurrkum af búnaði eftir notkun.
-
24/7 aðgangur veitir eingöngu aðgang að líkamsrækt, stranglega bannað að klifra eftir lokun.
-
Ekki skal fara á eftir hæðina eftir lokun.
-
Ef upp kemst um brot á reglum er 24/7 aðgangur afturkallaður og kort tekið úr gildi.
Línuklifur
-
Ekki er leyfilegt að klifra í línuklifurveggnum nema í fylgd starfsmanns 600Klifur eða klifrara með gilt línuklifurkort.