top of page

Um okkur

600Klifur - 600Norður

600Klifur er rekið af félaginu 600Norður sem á rætur sínar að rekja til Akureyrar en fyrir þá sem ekki vita er talan 600, póstnúmar á Akureyri. Félagið var stofnað árið 2017 með það markmið að efla útivist og fjallamennsku á Íslandi, útfrá Norðurlandi, bjóða uppá leiðsögn, stuðla að nýsköpun og styðja við íþróttastarf. Nokkur verkefni hafa verið unnin í átt að þessu markmiði s.s Sigló Freeride, KEAx600Norður fjallaskíðanámskeið, uppbygging klifursvæða á Íslandi og klifuraðstaðan á Hjalteyri. Félagið skipti um eigendur og félagaform og fékk því nýja kt. árið 2023. Á bakvið félagið stendur öflugur hópur Fjallaleiðsögumanna með brennandi áhuga á útivist af ýmsum toga, auk þess að búa að fjölbreyttri reynslu á öðrum sviðum. Má þar nefna viðskiptafræði, smíðar, íþróttastarf barna og unglinga, kennslu og námskeiðshald tengd fjallamennsku.

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page