top of page

Fyrsta heimsókn

​Hérna má finna nytsamlegar upplýsingar fyrir fyrstu heimsóknina í 600Klifur

Áður en þú byrjar að klifra hjá okkur þarftu að skrifa undir

Fyrsta heimsókn

Fyrir fyrstu heimsókn

PXL_20250910_162923556.jpg

1

Kynna sér merkingar á leiðum og öryggisatriði 

Til að gera fyrstu heimsóknina í klifur skemmtilegri mælum við með að renna yfir upplýsingarnar hér að neðan. Þær útskýra vel merkingar á leiðum, reglur í salnum og góðar venjur. 

2

Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu

Þeir sem koma og klifra eða fylgja börnum í klifur verða að skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu (waiver) fyrir sig og börnin sín áður en þeir fara inn í klifursalinn. 

3

Mæta og klifra

Allir geta komið að klifra! Kort og áskriftir má kaupa á netinu, stakt skipti í afgreiðslunni á staðnum.

Best er að mæta í þægilegum fötum og með vatnsbrúsa. Hægt er að leigja skó og kalk á staðnum.

Hvað þarf ég að taka með?

Hvað er klifur

Íþróttaklifur (innanhússklifur) er íþróttaiðkun sem fólk á öllum aldri og kunnáttustigum getur stundað. Klifurveggirnir og leiðirnar bjóða upp á mismunandi erfiðleikastig svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það eru byrjendur eða reyndir klifrarar.

Klifur er meira en bara skemmtileg afþreying. Það er einnig frábær líkamsrækt sem bætir styrk, þol, jafnvægi og liðleika sem og að stuðla að einbeitingu, þolinmæði og lausn vandamála. Þrátt fyrir að vera einstaklingsíþrótt þá er klifur þekkt fyrir að vera mjög félagsleg íþrótt og byggja upp góðan anda og samheldni. 

IMG_4033.jpeg

..og hvernig virkar þetta?

  • Allir geta komið og prófað Grjótglímu hjá okkur óháð reynslu og þekkingu á klifri.

  • Grjótglímu veggir eru um 4,5 m háir með dýnum undir.

  • Eini búnaðurinn sem þú þarft eru klifurskór og kalk (hægt að leigja í afgreiðslunni)

  • Í grjótglímu eltir þú klifurleið upp eða til hliðar. Leiðin er með byrjunargrip sem þú þarft að halda í á meðan þú kemur þér af dýnunni og endagrip sem þú heldur í með báðum höndum í 2-3 sek til að klára leiðina.

  • Þegar þú hefur klárað leiðina mælum við með að klifra aftur niður. Hægt er að stökkva niður ef þú hefur reynslu.

  • Mikilvægt er að klifra af öryggi og vera undirbúin fyrir falli. Þú vilt geta stjórnað fallinu að einhverju leiti.

  • ​Dýnunum er ætlað að verja þig fyrir slæmu falli en einnig að vernda ökla og hné fyrir tognun. Þær eru því hvorki grjótharðar né silkimjúkar. Mikilvægt er að fara hægt af stað og gefa sér tíma til að venjast Dýnunni.

Merkingar 

600sept (4 of 241)_edited.jpg
IMG_4288_edited.jpg
IMG_4279.jpeg
11-DSC06671.jpg
Hvernig finn ég klifurleið? 
  • Öll gripin í einni klifurleið eru eins á litin.

  • Leið hefur byrjunar grip og endagrip sem eru merkt.

  • Erfiðleikastig leiðar er merkt með númerum frá 1 - 9.

  • Leiðir merktar level 1 eru léttustu leiðirnar í salnum, level 2 næst léttustu ... Leiðir merktar með 9 eru erfiðustu leiðirnar. 

  • Það er auðvitað öllum frjálst að hundsa leiðirnar og klifra frjálst á veggnum

  • Grá grip eru niðurklifurgrip, þær tilheyra engum leiðum en hjálpa þér að klifra niður vegginn. Má alltaf grípa í til að sporna við falli

  • Gráir þríhyrningar kallast volume og eru hluti af veggnum, ekki ákveðnum leiðum. Það má alltaf nota nota þá eins og vegginn.

Byrjunargrip
  • Leið getur byrjað á einu gripi eða tveimur.

  • Byrjunargrip er merkt með tölu frá 1-9 (erfiðleikastigi leiðar).

  • Leið með eitt byrjunargrip er með eitt merki með tvær hendur á merkinu. Það þýðir að byrja skal með tvær hendur á sama gripinu. 

  • Leið með tvö byrjunargrip hefur tvö merki með sama nr. og eina hendi á hvoru merki.

  • Til að finna byrjunargrip í leið með tvö grip er gott að horfa eftir merki með sömu tölu við sama lit af gripi.

Endagrip
  • Endagripið er merkt með sömu tölu og byrjunargripin (segir til um erfiðleikastig leiðar) 

  • Merkin við endagripin eru mun stærri en byrjunarmerkin og auðséð.

  • Ef leitað er af leið í ákveðnu erfiðleikastigi (leveli) er gott að horfa eftir merkinu við endagrip, finna lit leiðar og finna svo byrjunarmerkingarnar útfrá því. 

DSC04356.JPG

Við biðjum ykkur að kynna ykkur vel
reglur 600 Klifur

​áður en þið mætið, og virða þannig
öryggi ykkar og annara.

 

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page