top of page

Fjölskylduklifur
Byrjar 19.okt

IMG_4559.jpeg

Sunnudaga kl. 9.30 - 12.30 

Þessi tími er hugsaður fyrir barnafjölskyldur. Hér geta foreldrar, forráðamenn, afar og ömmur komið og klifrað með börnunum sínum bæði í Litla og Stóra salnum! 

Á meðan að fjölskylduklifrið er í gangi er ekkert aldurstakmark í Stóra salnum. Efri hæðin eins og hún leggur sig er opin öllum óháð aldri. Þetta er því tækifræi fyrir börnin að prófa stóra salinn og valsa á milli litla og stóra að vild.

Verð: 1500 kr. óháð aldri (börn og fullorðnir) *leiga á skóm fylgir 

Hægt er að kaupa 15 og 30 skipta fjölskyldupassa. Einn passi fyrir alla fjölskylduna! Þið skannið bara inn þann fjölda sem mætir hverju sinni. Ath. Fjölskyldupassinn gildir bara í Fjölskylduklifur tímann á sunnudögum. 

Fjölskyldutímarnir eru hugsaðir sem samverustund fjölskyldunnar þar sem hreyfing, sprikkl og gleði er í fyrirrúmi. Fókusinn er á börnin og mikilvægt að forráðamenn og eldri börn sýni sérstaka varkárni í kringum þau yngri.

ATH* Börn eru á ábyrgð forráðamanna sen skulu kynna sér vel húsreglurnar. 

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page