

Afmæli
Hægt er að bóka Litla sal fyrir afmælisveislur. Salurinn er lokaður almenningi á meðan að afmælið stendur yfir og hafa því krakkarnir heilmikið pláss útaf fyrir sig. Margar klifurleiðir eru í boði, göng og rennibraut, leyniherbergi og stórt dýnusvæði.
Hægt er að bóka afmæli á fyrirfram skipulögðum tímum. Þau byrja á heila tímanum og hefur hópurinn klifursalinn í klukkutíma. Eftir það er hópnum velkomið að fá yoga salinn á neðri hæðinni í hálftíma fyrir veitingar.
Í boði er að bóka afmæli á:
föstudögum kl. 17.00, 18.00 og 19.00
sunnudögum kl. 13.00, 14.00 eða 15.00
Verð: 27.000 kr.
Innifalið í verðinu er klukkutími í Litla klifursal, 30 mín. í yogasal, klifurskór og stutt sýnikennsla frá klifurleiðbeinanda.
Hámarksfjöldi: 25 - 30
*veitingasalurinn rúmar þægilega 20-25 manns
Fyrirspurnir og bókanir má senda á bokanir@600north.is
Skilyrði og reglur
Vinsamlegast kynnið ykkur afmælisreglur í Litla sal og yoga herbergi:
-
Leigutaki skilar salnum af sér eins og hann tekur við honum, sópar, hendir rusli, þurrkar af borðum og skilar viðbótar stólum og borðum.
-
Skilyrði að það sé a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (eldri en 18 ára) á hver 10 börn í klifursalnum.
-
Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á hans vegum í 600 Klifur.
-
Gætið vel að börnunum því auðvelt er að slasa sig ef ekki er farið varlega og eftir reglum.
-
Leigutaki er ekki með báða salina í einu heldur leigir hann klifursalinn fyrsta klukkutímann og yogasalinn seinni hálftímann, þannig að börn og forráðamenn þurfa að færa sig saman milli sala.
-
Gefnar eru 15 mínútur í undirbúning fyrir yogasalinn. Það er því opnað þangað inn 45 mín. eftir að veisla hefst.
-
Við biðjum ykkur að sýna öðrum hópum tillitssemi og virða tímamörkin.
-
Hleypt er inn í klifursal frá þeim tíma sem leigt er.
-
Leigutaki kemur með eigin borðbúnað og veitingar t.d pizzur eða köku.
-
Ekki er aðgangur að eldhúsi, en vaskur er í yoga salnum.
