top of page

Kjallarinn

Á neðri hæð 600Klifur má finna líkamsrækt, moonvegg og campusbretti, yoga herbergi og búningsaðstöðu. Einnig er þar aðgangur að 12 m línuklifurveggnum. Gengið er niður stiga af efri hæðinni til að komast í kjallarann. 

​Árskorthafar og fólk í mánaðaráskrift getur borgað fyrir lyklakort og fengið aðgang að lengri opnunartíma í líkamsræktinni. 

IMG_5074.jpeg

Líkamsræktin

Smá viðbót fyrir þá sem vilja taka smá upphitun, styrktar eða þolþjálfun samhliða klifrinu. 

IMG_5058.jpeg

Moonveggur og campusbretti

Æfingasvæði fyrir klifrara er að finna í kjallaranum

IMG_4300.jpeg

Yoga herbergi

Lítið yogaherbergi er innst í líkamsræktinni. Þar eru hóptímar öðru hverju en annars er salurinn opinn fyrir teygjur og hverskyns hreyfiþjálfun. Dýnur, kubba og rúllur má finni fyrir framan hurðina.

IMG_5066_edited.jpg

Búningsaðstaða

Lítil og krúttleg búningsaðstaða er inn af líkamsræktinni. KK og KVK klefar með nokkrum sturtum sitthvoru megin og hægt að skipta um föt og geyma búnað. Ath. ekki eru læstir skápar á staðnum.

PXL_20250910_200356990.jpg

Línuklifurveggur

Aðgengi að línuklifurvegg er að finna á móti moonveggnum í kjallaranum. Ath. að aðeins klifrarar með réttan búnað og línuklifurkort hafa leyfi til að klifra í línuklifurveggnum. Frekari upplýsingar má finna HÉR.

IMG_5073.jpeg

24/7

Fyrir þá sem eru með mánaðaráskrift eða árskort er hægt að greiða smá auka gjald og fá þannig kort af líkamsræktinni utan opnunartíma 600Klifur. Það er stranglega bannað að klifra utan opnunartíma, einungis er í boði að nota líkamsræktina.

Reglur

  • Aldurstakmark í líkamsræktinni er 13 ára.

  • Tónlist skal stillt í hóf

  • Þrífa skal allan búnað og ganga frá því sem notað var á réttan stað.

  • Taka með sér allt rusl úr salnum.

  • Ekki er leyfilegt að taka með sér gesti sem ekki hafa aðgang að stöðinni.

  • Ekki er leyfilegt að fara upp á efri hæðina eftir lokun.

  • Stranglega bannað að klifra eftir lokun. 

  • Klifur eftir lokun klifursalar varðar uppsögn á áskrift/korti.

  • Ef slys verða hringið í 112.

  • Notkun vímuefna og áfengis er stranglega bönnuð í salnum.

  • Myndavélar eru í salnum sem eru á upptöku.

  • Bannað er að ganga inn í sal á útiskóm. 

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page