top of page
IMG_4542.jpeg

Litli salur

Frábær staður fyrir alla fjölskylduna. Klifurleiðir fyrir stutta og langa, byrjendur og lengra komna!

Við nýttum þekkingu og reynslu af veggnum okkar á Hjalteyri þegar við hönnuðum litla salinn. Við vildum gera sal þar sem allir geta klifrað og skemmt sér saman, að yngstu börnin fengju frelsi til að leika sér og að fullorðnir væru ekki bara fastir í einhverju barnahorni heldur gætu líka klifrað.  

Litli salurinn, stundum kallaður fjölskyldusalurinn er opinn öllum óháð aldri og getu en hafa skal í huga að þarna er krakkasvæði og þurfa eldri og stærri klifrarar því að sýna sérstaka aðgát.
 

 

IMG_4518.jpeg

Krakkasvæði

Krakkasvæðið var hannað með það í huga að kynna klifur fyrir börnum í gegnum leik og gleði.

 

Í bland við klifurgrip má hér finna stórt dýnusvæði sem leyfilegt er að hlaupa og leika á, göng og rennibraut, hringi, rólur, kaðla og stórt leyniherbergi með dóti. 

Það getur verið erfitt fyrir þau yngstu að fylgja flóknum reglum og þetta rými var okkar leið að koma til móts við það. Við viljum reyna að halda hlaupum og leikjum á krakkasvæðinu sem afmarkast af ​​bekkjunum og skáhallandi veggnum á móti þeim. Við biðjum ykkur að aðstoða okkur við þetta :)

 

IMG_4610.jpeg

Litli veggur

Vinstra megin í salnum er grjótglímu svæði með mis erfiðum leiðum allt frá mjög léttum yfir í mjög erfiðar og á mis hallandi veggjum. Börn og fullorðnir klifra hérna í bland og allir ættu að geta fundið skemmtilega áskorun.

 

Munurinn á þessu svæði og Stóra sal er að gripin og leiðirnar eru þéttari inni í litla sal. Það þýðir að styttra er á milli gripa og stuttar hendur ná því betur á milli þeirra.

Á veggnum eru einnig mjög krefjandi leiðir svo eldri krakkar og foreldrar þ.m.t reyndir klifrarar geti fundið leiðir við sitt hæfi.

 

Í raun er Litli salur tvískipt rými!

Kæru foreldrar

Við hvetjum ykkur til að koma hingað og njóta samveru með börnunum ykkar. Við hönnuðum Litla sal með það í huga að vera staður þar sem fjölskyldan getur komið saman og haft gaman. Hérna eru klifurleiðir fyrir bæði stóra og smáa í allskyns erfiðleikastigum. Munum að hætta aldrei að leika okkur!

Einnig hvetjum við ykkur til að kynna ykkur vel húsreglurnar og öryggisatriði, og hafa auga með krílunum svo að allir geti notið sýn og við minnkum líkur á slysum. 

Reglur

1.  Allir eru á eigin ábyrgð í 600 Klifur, börn 12 ára og yngri eru ávalt á ábyrgð forráðamanns og skulu ekki skilin eftir ein í salnum.

2. Litli salur er opinn öllum aldri og getustigum.

3.  Dýnur

  • Höldum dýnum hreinum, geymum brúsa og annað dót utan dýnu. 

  • Ekkert kalk uppi á dýnum. Vinsamlegast klifrið ekki með kalpoka fastan á ykkur.

  • Stranglega bannað að hlaupa og leika sér á dýnunum (nema á krakkasvæðinu) og passa að standa ekki undir klifrara á veggnum. Klifrari getur stokkið niður eða dottið fyrirvaralaust og við viljum ekki lenda undir.

  •  Gefið ykkur tíma til að venjast dýnunum, það getur verið gott að niðurklifra eftir að hafa toppað leið.

  • Kíkjum niður fyrir okkur og pössum að dýnan sé auð áður en við stökkvum niður. Engin stjórnlaus stökk.

6.  Enginn matur eða drykkir inni í sal (nema lokaðir brúsar). 

7.  Allir skulu klifra í klifurskóm.​ 

8. Ath. að börn í leik geta gleymt sér og því skal sýna sérstaka aðgát þegar klirað er í Litla sal.

Merkingar 

600sept (4 of 241)_edited.jpg
IMG_4288_edited.jpg
IMG_4279.jpeg
11-DSC06671.jpg
Hvernig finn ég klifurleið? 
  • Öll gripin í einni klifurleið eru eins á litin.

  • Leið hefur byrjunar grip og endagrip sem eru merkt.

  • Erfiðleikastig leiðar er merkt með númerum frá 1 - 9.

  • Leiðir merktar level 1 eru léttustu leiðirnar í salnum, level 2 næst léttustu ... Leiðir merktar með 9 eru erfiðustu leiðirnar. 

  • Það er auðvitað öllum frjálst að hundsa leiðirnar og klifra frjálst á veggnum

Byrjunargrip
  • Leið getur byrjað á einu gripi eða tveimur.

  • Byrjunargrip er merkt með tölu frá 1-9 (erfiðleikastigi leiðar).

  • Leið með eitt byrjunargrip er með eitt merki með tvær hendur á merkinu. Það þýðir að byrja skal með tvær hendur á sama gripinu. 

  • Leið með tvö byrjunargrip hefur tvö merki með sama nr. og eina hendi á hvoru merki.

  • Til að finna byrjunargrip í leið með tvö grip er gott að horfa eftir merki með sömu tölu við sama lit af gripi.

Endagrip
  • Endagripið er merkt með sömu tölu og byrjunargripin (segir til um erfiðleikastig leiðar) 

  • Merkin við endagripin eru mun stærri en byrjunarmerkin og auðséð.

  • Ef leitað er af leið í ákveðnu erfiðleikastigi (leveli) er gott að horfa eftir merkinu við endagrip, finna lit leiðar og finna svo byrjunarmerkingarnar útfrá því. 

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page