top of page
Search

Fjölskylduhátíð á Hjalteyri

Laugardaginn 3. ágúst verður frábær dagskrá og mikil gleði í klifursalnum og opið frá kl. 10-18. Klifurveggurinn verður opinn fyrir frjálst klifur en einnig munum við setja upp sérstakar klifurþrautir fyrir hátíðina sem allir geta spreytt sig á og merkt árangurinn á blað sem fæst í afgreiðslunni. Það má svo skila inn blaðinu til að komast í happdrættispott sem dregið verður úr eftir helgi.


Það verður einnig í boði að prófa að klifra og síga í línu. Við erum með klifurbelti og allan annan búnað á staðnum fyrir þá sem vilja prófa. Þá verða starfsmenn á staðnum sem hjálpa til við línuklifrið.


Leiga á klifurskóm verður innifalin í aðgangseyri að veggnum (verðskrá má finna hérna á síðunni), á meðan birgðir endast.


Við biðjum foreldra og forráðamenn að vera vakandi og fylgjast vel með börnum sínum þegar það eru margir að klifra á sama tíma.


Auk klifurs verður fjölbreytt og spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Hjalteyri allan laugardaginn. Dagskránna má finna á facebooksíðu viðburðarins.


ree

 
 
 

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page