top of page

Stóri salur
Grjótglíma/Boulder veggur

Í stóra salnum finnur þú 177 m2 af klifurveggjum með um 60 klifurleiðum í mismunandi erfiðleikastigum, með mismunandi áherslur og á mis hallandi veggjum. Allir frá byrjendum til atvinnuklifrara

ættu að finna leiðir við sitt hæfi. 

ATH. Það er 13 ára aldurstakmark í Stóra salnum! Börn 8-12 ára mega klifra í Stóra sal ef þau eru með klifurskírteini og í fylgd með fullorðnum.

600sept (10 of 241).jpg
PXL_20250910_200632270.jpg
IMG_3969.jpeg

Hvað er grjótglíma? 

PXL_20250910_200803239_edited.jpg

Ertu enn að átta þig á hvernig þetta virkar?

Við reddum því!

  • Grjótglímu veggir eru um 4,5 m háir með dýnum undir.

  • Eini búnaðurinn sem þú þarft eru klifurskór og kalk (hægt að leigja í afgreiðslunni)

  • Í grjótglímu eltir þú klifurleið upp eða til hliðar. Leiðin er með byrjunargrip sem þú þarft að halda í á meðan þú kemur þér af dýnunni og endagrip sem þú heldur í með báðum höndum í 2-3 sek til að klára leiðina.

  • Þegar þú hefur klárað leiðina mælum við með að klifra aftur niður. Hægt er að stökkva niður ef þú hefur reynslu.

  • Mikilvægt er að klifra af öryggi og vera undirbúin fyrir falli. Þú vilt geta stjórnað fallinu að einhverju leiti.

  • ​Dýnunum er ætlað að verja þig fyrir slæmu falli en einnig að vernda ökla og hné fyrir tognun. Þær eru því hvorki grjótharðar né silkimjúkar. Mikilvægt er að fara hægt af stað og gefa sér tíma til að venjast Dýnunni.

Sektorar

Við skiptum stóra salnum upp í mismunandi sektora eftir einkennum veggjanna. Hvort sem þér finnst gaman að klifra yfirhangandi, slabb eða lóðrétta veggi, hliðra þig á veggnum eða klifra efst upp þá ættirðu að finna eitthvað við þitt hæfi.   

PXL_20250910_200005659.jpg

Slabbið

Slabbið er fráhallandi veggur lengst til vinstri í stóra salnum. Slabbleiðir snúast að miklu leiti um að finna og halda jafnvægi, góða fótavinnu og nákvæmni frekar en líkamlegan styrk.

250910-_DSC3913.jpg

Súlan

​Súlan er fremsti hlutinn af hellinum. Þægilega yfirhangandi með skemmtilegum leiðum. Hún bíður uppá frábæra möguleika til að æfa úthald með því að klifra hring eftir hring eins lengi of þú getur. 

IMG_4028.jpeg

Miðjan

Miðjan er eins og heitið gefur til kynna miðparturinn af veggnum. Hann er með létt yfirhang og tilvalinn til að æfa klifurtækni, halda spennu í gegnum hreyfingar og beyta líkamanum þannig að þú sparir kraftana.

250910-_DSC4210_edited.jpg

Hellirinn

Hellirinn er stór og mikill með möguleika á löngum leiðum og bíður upp á háklassa yfirhangandi klifur. Frábært svæði til að æfa styrk í efri líkama og kjarnavöðvum, halda spennu og nota tá og hælkróka

Merkingar 

600sept (4 of 241)_edited.jpg
IMG_4288_edited.jpg
IMG_4279.jpeg
11-DSC06671.jpg
Hvernig finn ég klifurleið? 
  • Öll gripin í einni klifurleið eru eins á litin.

  • Leið hefur byrjunar grip og endagrip sem eru merkt.

  • Erfiðleikastig leiðar er merkt með númerum frá 1 - 9.

  • Leiðir merktar level 1 eru léttustu leiðirnar í salnum, level 2 næst léttustu ... Leiðir merktar með 9 eru erfiðustu leiðirnar. 

  • Það er auðvitað öllum frjálst að hundsa leiðirnar og klifra frjálst á veggnum

Byrjunargrip
  • Leið getur byrjað á einu gripi eða tveimur.

  • Byrjunargrip er merkt með tölu frá 1-9 (erfiðleikastigi leiðar).

  • Leið með eitt byrjunargrip er með eitt merki með tvær hendur á merkinu. Það þýðir að byrja skal með tvær hendur á sama gripinu. 

  • Leið með tvö byrjunargrip hefur tvö merki með sama nr. og eina hendi á hvoru merki.

  • Til að finna byrjunargrip í leið með tvö grip er gott að horfa eftir merki með sömu tölu við sama lit af gripi.

Endagrip
  • Endagripið er merkt með sömu tölu og byrjunargripin (segir til um erfiðleikastig leiðar) 

  • Merkin við endagripin eru mun stærri en byrjunarmerkin og auðséð.

  • Ef leitað er af leið í ákveðnu erfiðleikastigi (leveli) er gott að horfa eftir merkinu við endagrip, finna lit leiðar og finna svo byrjunarmerkingarnar útfrá því. 

Reglur

1.  Allir eru á eigin ábyrgð í 600 Klifur

2.  Aldurstakmark í Stóra sal er 13 ára. 8-12 ára með klifurskírteini mega klifra í fylgd með fullorðnum.

3.  Dýnur

  • Höldum dýnum hreinum, geymum brúsa og annað dót utan dýnu. 

  • Ekkert kalk uppi á dýnum. Vinsamlegast klifrið ekki með kalpoka fastan á ykkur.

  • Stranglega bannað að hlaupa og leika sér á dýnunum og passa að standa ekki undir klifrara á veggnum. Klifrari getur stokkið niður eða dottið fyrirvaralaust og við viljum ekki lenda undir.

  •  Gefið ykkur tíma til að venjast dýnunum, það getur verið gott að niðurklifra eftir að hafa toppað leið.

  • Kíkjum niður fyrir okkur og pössum að dýnan sé auð áður en við stökkvum niður. Engin stjórnlaus stökk.

6.  Enginn matur og drykkur inni í sal (nema lokaðir brúsar). 

7.  Allir skulu klifra í klifurskóm og bannað er að klifra á tánum vegna hreinlætissjónarmiða.

Staðsetning

Dalsbraut 1

600 Akureyri

(gengið inn að ofan og aftan)

Hafðu samband

Sími: 8634606

tölvupóstur: klifur@600north.is

Opnunartímar

Samfélagsmiðlar

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page