top of page
  • Facebook
  • Instagram

Saga 600Klifur

Stærsta íþróttaklifuraðstaða utan höfuðborgarsvæðisins

Hugmyndin að klifursal hafði lengi blundað í Magnúsi sem byrjaði að klifra í Súlum Björgunarsveit. Lítið var um hentuga fjárfestingamöguleika eða húsnæði á Akureyri en með tenginu inní KFA bauðst honum að samnýta húsnæði á Hjalteyri þegar KFA flutti starfsemi sína þangað. Smíðin hófst í október árið 2020, með Magnús í fararbroddi og hóp góðra vina og fjölskyldu til aðstoðar opnaði salurinn í júní 2022. 

Fyrst um sinn voru flest gripin og leiguskór í salnum í eigu Súlna sem stóðu við bakið á okkur með því að lána okkur búnaðinn endurgjaldslaust. Síðar meir keyptum við stóran gripalager frá klifurhúsi á Spáni sem verið var að leggja niður. Með góðum stuðning frá Eimskip komum við þessum gripum heim og getum státað okkur af frábærum gripalager sem við deilum með öðrum klifuraðstöðum Norðurlands.  

Reksturinn hefur fengið að rúlla af stað hægt og rólega og þannig gefið okkur tækifæri til að finna taktinn, sjá hvað virkar, hvað þarf að bæta og hvar tækifærin liggja. Draumurinn er að sjá klifurmenningu Norðurlands vaxa og dafna og verða í líkingu við það sem við þekkjum utan úr heimi. Þar sem fólk af öllum aldri, stærðum og gerðum nýtir íþróttaklifur sem líkamsrækt, og að samhliða aukinni aðsókn byggist upp skemmtilegt klifursamfélag sem fylgir svo oft klifuríþróttinni.

..Nú eru kaflaskil í sögunni, við höfum hætt starfsemi á Hjalteyri og flytjum inná Akureyri þar sem við hefjum nýjan og spennandi kafla.

C784399B-BBB5-4695-ACF2-E56D5CBBFF19_1_105_c.jpeg

Salurinn í dag

Við vinnum hörðum höndum að því að koma stóru, gömlu og mis uppsettu húsnæði í gott stand svo finna megi þar í framtíðinni fallega klifuraðstöðu. Við munum bjóða upp á grjótglímu (boulder) veggi, 8 og 13 metra línuklifur veggi, fjölskyldu og byrjenda sal, líkamsræktaraðstöðu, sal og kaffihús. 

Starfsfólk

Eigendur félagsins eru Magnús Arturo Batista, Kata Kristjáns og Hjörtur Ólafsson. 

600Klifur - 600Norður

600Klifur er rekið af félaginu 600Norður sem á rætur sínar að rekja til Akureyrar en fyrir þá sem ekki vita er talan 600, póstnúmar á Akureyri. Félagið var stofnað árið 2017 með það markmið að efla útivist og fjallamennsku á Íslandi, útfrá Norðurlandi, bjóða uppá leiðsögn, stuðla að nýsköpun og styðja við íþróttastarf. Nokkur verkefni hafa verið unnin í átt að þessu markmiði s.s Sigló Freeride, KEAx600Norður fjallaskíðanámskeið, uppbygging klifursvæða á Íslandi og klifuraðstaðan á Hjalteyri. Félagið skipti um eigendur og félagaform og fékk því nýja kt. árið 2023. Á bakvið félagið stendur öflugur hópur Fjallaleiðsögumanna með brennandi áhuga á útivist af ýmsum toga, auk þess að búa að fjölbreyttri reynslu á öðrum sviðum. Má þar nefna viðskiptafræði, smíðar, íþróttastarf barna og unglinga, kennslu og námskeiðshald tengd fjallamennsku.

Opnunartími 

LOKAÐ

​tímabundið

Staðsettning

Akureyri

  • Instagram
  • Facebook

Samfélagsmiðlar 

bottom of page