Turninn
Línuklifursvæði


Í miðjum klifursalnum finnur þú línuklifurturninn. 165 m2 af línuklifurveggjum með 11 akkeri sem bjóða uppá möguleika á um 25 leiðum. Veggurinn er mishár, á styttri hliðina er hann um 8 metrar og á lengri hliðina um 12 metrar.



Upplýsingar
Skilyrði fyrir notkun línuklifurveggjar
-
Bannað er að klifra í línuklifurvegg nema í fylgd með leiðbeinanda 600 Klifur eða klifrara með gilt línuklifurkort (max 1 gestur á klifrara).
-
Klifrari með gilt línuklifurkort má nota vegginn án eftirlits.
-
Gæta þarf fyllsta öryggis öllum stundum og virða aðra klifrara á veggnum.
-
Alltaf að framkvæma félagaskoðun fyrir klifur.
-
Allir klifrarar eru á eigin ábyrgð á klifurveggjum 600 Klifur.
-
Ekki má nota línuklifurvegg utan opnunartíma.
Öryggi
Mikilvægt er að klifrarar sem nýta línuklifurvegginn séu algjörlega sjálfstæðir og öryggir í allri línuklifurtækni og notkun á búnaði! Mikilvægt er að virða eigið öryggi, öryggi klifurfélaga og annara í kringum þig.
Ertu vanur línuklifur klifrari? Reyndur en ryðgaður? Eða algjör byrjandi?
Hérna eru möguleikarnir ef þú hefur áhuga á að stunda línuklifur í 600Klifur:
-
Taka stutt línuklifurpróf sem veitir þér línuklifurkort ef þú stenst
-
Taka byrjenda námskeið í línuklifri (sem endar á prófi sem veitir línuklifurkort ef þú stenst)
-
Taka upprifjunar námskeið í línuklifri (sem endar á prófi og korti ef þú stenst)
Búnaður
Hægt er að leigja búnað fyrir línuklifur hjá okkur:
Klifurlínur, klifurbelti og tryggingatól.
Auðvitað má koma með sinn eigin búnað en mikilvægt er að hann sé í góðu standi og klifrari kunni að nota hann.