top of page

Fjölskylduklifrið fer í sumarfrí

Við höfum sett fjölskylduklifrið á sunnudagsmorgnum í sumarfrí. Byrjum aftur í haust, nákvæm dagsetning auglýst síðar. Salurinn hefur verið opinn krökkum og fjölskyldum alla sunnudagsmorgna síðan í haust og gengið vonum framan. Aðsóknin hefur verið mikil, frábær stemning í salnum og gaman að kynnast og fylgjast með krökkunum sem hafa mætt. Margir hafa verið fastagestir á sunnudagsmorgnum og hlökkum við til að hitta ykkur aftur næsta haust.

Venjulegur opnunartími er aðra daga vikunnar. Opið 15.30-21 virka daga og 11-17 á laugardögum, allir velkomnir að klifra!

Hlökkum til að sjá ykkur á Hjalteyri.Recent Posts

See All

Opnunartími um páskana

27.mars Miðvikudag 13-21 28.mars Fimmtudag 13-21 29.mars Föstudag 13-21 30. mars Laugardag 11-17 31. mars Sunnudag LOKAÐ 1. apríl Mánudag 13-21 *ATH. Lokað á sunnudag og fjölskyldutíminn fellur því ni

Comments


bottom of page