top of page

Hvað er íþróttaklifur (innanhússklifur)?  

Íþróttaklifur (innanhússklifur) er íþróttaiðkun sem fólk á öllum aldri og kunnáttustigum getur stundað. Klifurveggirnir og leiðirnar bjóða upp á mismunandi erfiðleikastig svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það eru byrjendur eða reyndir klifrarar.

Klifur er meira en bara skemmtileg afþreying. Það er einnig frábær líkamsrækt sem krefst styrks, þols, jafnvægis og liðleika sem og að stuðla að einbeitingu, þolinmæði og lausn vandamála. Þrátt fyrir að vera einstaklingsíþrótt þá er klifur þekkt fyrir að vera mjög félagslegt og byggja upp góðan anda og samheldni. 

Viltu prófa?

  • Húsið er opið almenningi og allir velkomnir. Best er að mæta í þægilegum fötum sem gott er að hreyfa sig í, með vatnsbrúsa og klifurskó (hægt að leigja hjá okkur). 

  • Veggirnir eru í kringum 4 metra háir og dýna undir til að detta/hoppa á. Ekki er þörf fyrir belti/línu. Slysahætta í íþróttaklifri ætti ekki að teljast meiri en í öðrum íþróttum. 

  • Húsreglur má finna hér, en mikilvægasta öryggisatriðið er að fara varlega á dýnunni og passa að vera ekki undir þeim sem eru að klifra (ef þeir skyldu detta).

Merkingar

Leið hefur byrjunargrip og endagrip og eru þau merkt með svörtu límbandi. Þekkja má leiðirnar útfrá gripunum, en ein leið hefur eins lituð grip (t.d öll rauð og svipuð að gerð en geta þó verið mis-stór og formuð). Fætur og hendur mega snerta öll gripin í leiðinni að vild en ekki grip úr öðrum leiðum. 

Tvö svört límbönd = byrjunargrip

  • Það skal byrja með báðar hendur á því gripi (geta verið tvö byrjunargrip og þá með einu límbandi hvort). Fæturnar frjálsar á gripum leiðarinnar eða á veggnum/volumum.

Eitt svart límband = lokagrip

  • Báðar hendur stöðugar á lokagripi gefur til kynna að þú sért búin/n með leiðina

Auðvitað þarf ekki að klifra ákveðnar leiðir, það má einnig hliðra sig til, upp og niður veggin alveg frjálst. Klifrarar gera það oft í upphitun og æfingum t.d.

 

Alltaf má nota veggina fyrir bæði fætur og hendur

 

Alltaf má nota volume (stóru gráu boxin á veggnum) fyrir bæði fætur og hendur, en ekki má nota gripin sem eru á volumunum. 
 

Byrjandi og langar að læra meira? 

Leiðakerfið okkar

er tvennskonar

1-30 hringurinn

  • Við erum með 30 leiðir merktar frá þeirri auðveldustu uppí þá erfiðustu. 

  • Leið nr. 1 er léttasta leiðin í hringnum og leið nr. 30 sú erfiðasta. 

  • Það getur verið gaman að byrja á leið nr. 1 og sjá hversu langt í hringnum þú kemst. Næst gætir þú svo hitað upp og haldið svo áfram þar sem þú stoppaðir síðast. 

  • Athugaðu að öll erum við mismunandi og að sumar leiðir gætu henntað þér betur eða verr en aðrar. Ef þú nærð ekki að klára leið þá gæti verið að þú næðir samt að klifra fleiri leiðir í hringnum og klára hærra merkta leið. 


Leiðir utan hringsins

Það eru nokkrar leiðir sem eru ekki inni í hringnum, þær eru merktar með V(og einhver tala) í stað þess að vera með númer. Við notum gráður sem kallast Hueco gráður eða Verm-gráður og eru upprunlega frá Bandraríkjunum. Þær ná frá V0 og upp í um V17.

  • V0 – Byrjunargráður. Flestir eiga að geta klifrað leiðir með þessari gráðu án þess að hafa prófað klifur áður, þó mismunandi eftir fólki.

  • V1-2 – Þetta eru örlítið erfiðri gráður.

  • V3-4 – Þessar gráður ættu klifrarar að ráða við eftir að vera byrjaðir að klifra frekar reglulega og komnir með reynslu og styrk.

bottom of page