top of page

Við bjóðum uppá..

​Hér má finna upplýsingar um þau námskeið, viðburði og þjónustu sem eru í boði í klifursalnum hverju sinni. Einnig má finna upplýsingar um hóppantanir einsog barnaafmæli, hópefli fyrir vinnustaði eða vinahópa.

Fjölskylduklifur

Alla sunnudaga frá 9-12

 

Þessir tímar eru hugsaðir fyrir fjölskyldur með börn. Íþróttaklifur er tilvalin íþrótt fyrir alla fjölskylduna, hún eflir sjálfstraust, samskiptahæfni og hreyfifærni samhliða því að vera frábær hreyfing og útrás fyrir unga sem aldna. 

Fjölskyldur og foreldrar með börn eru velkomin að koma og klifra hvenær sem er milli 9-12 á sunnudögum. 

Verð: 1500 kr. fyrir barnið og frítt fyrir fullorðna

sem fylgja barninu. 

IMG_6547.jpeg

Gjafabréf

Klifur er skemmtilega afþeyingu og frábæra hreyfingu sem hentar bæði ungum sem öldnum. Er til betri gjöf en það? 

Hjá okkur geturðu keypt gjafabréf í klifursalinn á Hjalteyri. Þú velur upphæðina og við græjum bréfið. 

 

Hægt að kaupa þau í afgreiðslu 600Klifur á Hjalteyri eða hafa samband í gegnum facebook, instagram eða email klifur@600north.is

​Hópar

Vinnustaða-, skóla-, vinahópar,

gæsanir/steggjanir ...

Klifur er tilvalin og ótrúlega skemmtileg afþreying fyrir hópa. Við höfum fylgst með því hvernig það getur eflt samskiptahæfni og þjappað saman hópnum á sama tíma sem það ýtir undir heilbryggðan keppnisanda. 

 

Komdu með hópinn í klifur á Hjalteyri!

Fyrirspurnir og bókanir berist til klifur@600north.is

eða í síma: 8998600

Byrjendakúrs

Næsta námskeið: auglýst síðar

(3 vikur)

Kennt: mánudaga og miðvikudaga kl. 19.30-21.00

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í klifri og vilja fá kennslu í grunnbeytingu og bættri tækni, styrkja sig, efla sjálfstraust í klifri og fá almenna innsýn og aðstoð þjálfara.

 

Verð: 17.600  

Barnaafmæli

Hægt er að bóka salinn fyrir barnaafmæli utan opnunartíma um helgar. Sunnudaga eftir kl. 12.00 og laugardaga eftir kl. 17.00.

Klifurleiðbeinandi er á staðnum og krakkarnir geta klifrað að vild, eins er hægt að nýta salinn og dýnuna undir allskyns leiki. 

Fyrirspurnir og bókanir berist til klifur@600north.is

eða í síma: 8998600

 

Verð: 1500kr. fyrir hvern þátttakenda (skór og leiðbeinandi fylgja) 

PSX_20211211_170938_edited_edited.jpg

Community klifur

Auglýst síðar

bottom of page