Námskeið og viðburðir
Hér má finna upplýsingar um þau námskeið og viðburði sem eru í boði í klifursalnum hverju sinni. Einnig má finna upplýsingar um hóppantanir einsog barnaafmæli, hópefli fyrir vinnustaði eða vinahópa.
Fjölskylduklifur
Þessir tímar eru hugsaðir fyrir fjölskyldur með börn. Íþróttaklifur er tilvalin íþrótt fyrir alla fjölskylduna, hún eflir sjálfstraust, samskiptahæfni og hreyfifærni samhliða því að vera frábær hreyfing og útrás fyrir unga sem aldna.
Hópar
Vinnustaða-, skóla-, vinahópar,
gæsanir/steggjanir ...
Klifur er tilvalin og ótrúlega skemmtileg afþreying fyrir hópa. Við höfum fylgst með því hvernig það getur eflt samskiptahæfni og þjappað saman hópnum á sama tíma sem það ýtir undir heilbryggðan keppnisanda.
Við tökum ekki á móti hópum í augnablikinu
Barnaafmæli
Klifurleiðbeinandi er á staðnum og krakkarnir geta klifrað að vild, eins er hægt að nýta salinn og dýnuna undir allskyns leiki.
Lítið eldhús er á staðnum sem mætti nýta undir veitingar.
Fyrirspurnir og bókanir berist til klifur@600north.is
eða í síma: 8998600
Ekki er hægt að bóka afmæli í augnablikinu
Community klifur
Auglýst síðar