
Við höfum opnað nýja og glæsilega klifuraðstöðu í hjarta Akureyrar þar sem við bjóðum upp á frábæra aðstöðu fyrir alla, frá byrjendum til atvinnuklifrara. Markmiðið er að efla klifursamfélagið á Norðurlandi og búa til notalegt rými fyrir alla þá sem hingað mæta. Komdu að klifra, tylltu þér með kaffibolla eða taktu á því æfingasalnum.




Grjótglíma
Línuklifur
Litli salur
Kjallarinn
Í stóra salnum okkar er að finna HVAÐ marga fermetra af klifurveggjum. Veggirnir eru um 4,5 m háir með dýnum fyrir neðan. Það eina sem þú þarft fyrir grjótglímu eru klifurskór og kalk. Veggir eru allskonar, bæði yfirhangandi, fráhallandi (slabb) og lóðréttir með um 50 klifurleiðum í mismunandi erfiðleikastigum
Í miðjum salnum má finna línuklifurturninn. Hann er um 8 metra hár á stuttu hliðina en 13m á þá lengri. Mikilvægt er að hafa réttan búnað og þekkingu í línuklifri en allajafna er turninn einungis opinn þeim sem hafa línuklifurskort. Hægt er að bóka tíma með tryggjara frá okkur fyrir þá sem vilja prófa eða skrá sig á línuklifurnámskeið.
Litli salurinn er tvískiptur. Í öðrum endanum er ævintýraheimur krakkanna þar sem finna má klifurleiðir ætlaðar yngstu kynslóðinni, göng, rennibraut, leyniherbergi og stórt dýnusvæði (munið að börn eru á ábyrgð forráðamanns). Í hinum endanum er smærri útgáfa af grjótglímu salnum okkar. Frábært fyrir fjölskylduna að klifra saman, eldri börn, byrjendur eða þá sem vilja hita upp á léttum en skemmtilegum leiðum.
Í kjallaranum má finna æfingaaðstöðu opna öllum gestum hússins yfir 12 ára aldri. Hvort sem þú vilt styrkja þig, hita upp, bæta úthald, liðleika eða þol þá ættirðu að finna eitthvað sem hentar. Í kjallaranum má einnig finna lítið yoga/hóptíma herbergi og búningsaðstöðu með sturtum.
Fréttir





























































