Nýverið var þessi fallegi klifurveggur í Síðuskóla á Akureyri tekinn í notkun. 600Klifur tók að sér það skemmtilega verkefni að hjálpa skólanum að skipuleggja, útbúa og koma upp veggnum. Við færðum skólanum klifurgrip í 4 litum og settum upp fimm klifurþrautir fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Nemendur skólans máluðu vegginn sjálf og útkoman er þessi stórglæsilegi klifurveggur sem lífgar heldur betur upp á umhverfið. Krakkarnir eru að sögn hæstánægðir með þetta og veggurinn mikið notaður. Við þökkum Síðuskóla kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til að fylgjast með framtíðar klifrurum.
600Klifur býr að mikilli þekkingu á klifri, klifurbúnaði, uppsetningu veggja og fleira tengdu klifuríþróttinni auk þess að eiga stóran og góðan lager af gripum og búnaði. Við tökum að okkur ýmis verkefni tengd klifri svo ef þú ert í klifurhugleiðingum þá er bara að hafa samband.
Comments